Um Pilates

Pilates er alhliða æfingakerfi sem samanstendur af yfir 500 æfingum, sem reyna á hug og líkama.  Æfingarnar eru góð blanda af styrktar-og teygjuæfingum sem bæta líkamsstöðu, draga úr álagi og byggja upp langa vöðva án þess að auka vöðvamassa um of.  Pilates æfingarnar reyna samtímis á alla vöðvahópa líkamans með mjúkum, samfelldum hreyfingum þar sem aðaláhersan er lögð á að styrkja hið svokallaða “Powerhouse”(kvið-, bak-, rassvöðvar, mjaðmir og læri.)

Áherslan er á gæði hverrar hreyfingar fremur en fjölda.  Æfingarnar er hægt að framkvæma á dýnu eða á þar til gerðum tækjum, sem Joseph Pilates hannaði á sínum tíma.  Sú framsýni og náðargáfa sem Joseph Pilates bjó yfir má glöggt sjá í tækjunum sem enn þann dag í dag eru smíðuð eftir upprunalegu hönnuninni.  Hvert tæki hefur sitt nafn og má þar nefna: Reformer, Cadillac, Wunda Chair, Ladder Barrel, Small barrel, Wall Unit o.s.frv.

Í boði eru einkatímar, dúetttímar og lokaðir hóptímar.

Hverjir eru kostir Pilates-æfinganna?

  • Eykur styrk, sveigjanleika og jafnvægi.
  • Byggir upp langa og fallega vöðva án þess að auka vöðvamassa um of.
  • Dregur úr stressi, losar um spennu og eykur orkuna með djúpum teygjum.
  • Bætir líkamsstöðuna.
  • Hryggurinn verður sterkari og sveigjanlegri.
  • Eykur líkamsmeðvitund.

Algengar spurningar

Þarf ég að vera í góðu formi til þess að geta byrjað að stunda Pilates?

Í Pilatesi er hægt að finna eitthvað fyrir alla – í hvaða formi sem maður er í. Æfingarnar skiptast í nokkur stig. Beginner-Intermediate-Advanced og Super Advanced.  Allar æfingarnar er hægt að sníða að þörfum hvers og eins.

Getur Pilates hjálpað til, í baráttunni við bakvandamál?

Sú áhersla sem Pilates leggur á, á að styrkja kviðvöðva, auka liðleika og bæta líkamsstöðu er gott vopn í baráttunni við bakvandamál. Að því sögðu þá getur það oft reynst erfitt að tileinka sér grundvallaratriði kerfisins í hóptímum, sérstaklega fyrir þá einstaklinga sem glíma líkamleg vandamál, svo sem bakvandamál, sem hlúa þarf vel að. Mælt er með að allir sem einhverja sögu hafa af bakvandamálum, sér í lagi ef um viðvarandi vandamál er að ræða, byrji í einkatímum áður en farið er í hóptíma.

Geta allir stundað Pilates?

Allir geta stundað æfingarnar, ungir sem aldnir, íþrótta- eða kyrrsetufólk.  Hægt er að aðlaga, breyta og sérsníða æfingarnar eftir þörfum hvers og eins.

Hversu oft er mælt með að stunda Pilates?

Best er að stunda æfingarnar reglulega eða  2-4 sinnum í viku, hvort sem um er að ræða hóptíma eða einkatíma.

Heilræði

  • Best er að stunda Pilates á fastandi maga.
  • Láta kennara vita ef meiðsl eða veikindi eru til staðar.  Einnig ef þú ert barnshafandi.
  • Vinsamlegast verið stundvís.
  • Nauðsynlegt er að afboða tíma að lágmarki sólarhring áður.  Viðskiptavinur greiðir fyrir tíma sem ekki er afboðaður.