um pilates

Pilates er alhliða æfingakerfi sem samanstendur af yfir 500 æfingum, sem reyna á hug og líkama. Æfingarnar eru góð blanda af styrktar-og teygjuæfingum sem bæta líkamsstöðu, draga úr álagi  og byggja upp langa vöðva án þess að auka vöðvamassa um of.  Pilates æfingarnar reyna samtímis á alla vöðvahópa líkamans með mjúkum, samfelldum hreyfingum þar sem aðaláhersan er lögð á að styrkja hið svokallaða “Powerhouse”(kvið-, bak-, rassvöðvar, mjaðmir og læri.)   Áherslan er á gæði hverrar hreyfingar fremur en fjölda.  Æfingarnar er hægt að framkvæma á dýnu eða á þar til gerðum tækjum, sem Joseph Pilates hannaði á sínum tíma.  Sú framsýni og náðargáfa sem Joseph Pilates bjó yfir má glöggt sjá í tækjunum sem enn þann dag í dag eru smíðuð eftir upprunalegu hönnuninni.  Hvert tæki hefur sitt nafn og má þar nefna: Reformer, Cadillac, Wunda Chair, Ladder Barrel, Small barrel, Wall Unit o.s.frv.